Hvers vegna dáleiðsla?

Sviðsdáleiðsla er frábær skemmtun fyrir flest tilefni. Á dáleiðslusýningum getur allt gerst, þátttakendur ýmist gleyma nafninu sínu, dansa eins og klappstýrur eða gagga eins og hænur! Hugsanalestur er alla jafna notað í bland við dáleiðsluna til að auka skemmtanagildi sýningarinnar. Sýningin hefur húmor að leiðarljósi en það sem mestu máli skiptir er að allir skemmti sér, bæði áhorfendur og þátttakendur!

Dáleiðsla og hugsanalestur er fullkomin sýning fyrir framhaldsskóla og háskóla, vinnustaðaskemmtanir, einka samkvæmið, og svo margt fleira!

Um mig

Ég heiti Alex Leó Kristinsson og hef sinnt sviðslistavinnu í um það bil 15 ár. Ég byrjaði mjög ungur að iðka leiklist og fór svo seinna meir á leiklistarbraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Stuttu eftir að ég byrjaði í leiklistarskóla sem barn lærði ég töfrabrögð og hef síðan þá komið fram víða, ýmist sem töframaður eða leikari, og nú stíg ég einnig á stokk sem dávaldur! Ég fór á námskeið hérlendis til að læra undirstöðuatriðin í meðferðardáleiðslu en hef einnig sótt margskonar aðra kennslu erlendis. Einnig er ég meðlimur í alþjóðlega sviðsdáleiðara-félaginu ISHA sem hægt er lesa nánar um neðst á síðunni.

Hvers vegna dáleiðsla?

Sviðsdáleiðsla er frábær skemmtun fyrir flest tilefni. Á dáleiðslusýningum getur allt gerst, þátttakendur ýmist gleyma nafninu sínu, dansa eins og klappstýrur eða gagga eins og hænur! Hugsanalestur er alla jafna notað í bland við dáleiðsluna til að auka skemmtanagildi sýningarinnar. Sýningin hefur húmor að leiðarljósi en það sem mestu máli skiptir er að allir skemmti sér, bæði áhorfendur og þátttakendur!

Dáleiðsla og hugsanalestur er fullkomin sýning fyrir framhaldsskóla og háskóla, vinnustaðaskemmtanir, einka samkvæmið, og svo margt fleira!

Um mig

Ég heiti Alex Leó Kristinsson og hef sinnt sviðslistavinnu í um það bil 15 ár. Ég byrjaði mjög ungur að iðka leiklist og fór svo seinna meir á leiklistarbraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Stuttu eftir að ég byrjaði í leiklistarskóla sem barn lærði ég töfrabrögð og hef síðan þá komið fram víða, ýmist sem töframaður eða leikari, og nú stíg ég einnig á stokk sem dávaldur! Ég fór á námskeið hérlendis til að læra undirstöðuatriðin í meðferðardáleiðslu en hef einnig sótt margskonar aðra kennslu erlendis. Einnig er ég meðlimur í alþjóðlega sviðsdáleiðara-félaginu ISHA sem hægt er lesa nánar um neðst á síðunni.

Hafðu samband!

Langar þig að panta dáleiðslu sýningu? Ertu með spurningar? Eða viltu bara spjalla? Ég vill endilega heyra frá þér! Sendu mér línu eða hringdu í mig í síma 696-9169.

Fylgdu mér á TikTok!

Endilega íhugaðu að henda í follow á TikTok svo þú missir ekki af þegar miðasala hefst á næstu sýningu. Þar má einnig finna klippur úr eldri sýningum, og sitthvað fleira skemmtilegt!

Myndbönd

Hér er einungis brotabrot af því eintómu fjöri sem þú gætir átt von á að sjá þegar þú horfir á dáleiðslu sýningu hjá mér!

Hvað er ISHA?

Allir dáleiðarar ættu að fylgja ákveðnum siðareglum til að passa upp á öryggi allra, sviðsdáleiðarar eru þar ekki undanskyldir. Ég er stoltur meðlimur af einu stærsta félagi sviðsdáleiðara í heimi, International Stage Hypnotists Association, eða ISHA. Þetta félag er með strangar siðarreglur og fagmannastaðla sem allir félagsmenn þurfa að fylgja. Þetta stuðlar að traustari dáleiðurum sem skilar sér í skemmtilegri sýningum fyrir alla. Hægt er að lesa meira um félagið á heimasíðu þeirra entertainmenthypnotists.com